Grátur í Danaveldi

Hæ,

Einstaklega súr dagur eftir afskaplega mikil vonbrigið á handboltavelli í Hamborg. Íslendingar lágu núna í því en ekki Danir. Úff, hundfúlt. Höfuðverkurinn sem hrjáði mig í gær magnaðist allverulega þegar leið á kvöldið og var ágætis skjaldamerki vonbrigðalandsins.
En hvað um það þeir stóðu sig stórkostlega piltarnir, þó mann hefði langað að hringja í Alfreð og benda honum á að Keflavík var með ágætis varnarafbrigði gegn einföldu skyttu uppspili hér í denn. En nú er Keflavíkurveldið á handboltasviðinu minningin ein. Ótrúlega súrt að fá á sig 9 mörk frá rétthentum manni hægra megin.

Dönsku blöðin eru frekar leiðinleg í dag, en þeir veita okkar strákum þó fulla virðingu og viðurkenna það fúslega að það var vægast sagt heppni að þeir komast áfram...pínu plástur á sárin...þó ekki nóg.

Annars er dagurinn búinn að vera stórskrítinn...ég las smá í sjálfsævisögu Bob Dylans. Snilldarbók. Og svo er ég bara búinn að hanga á gamla góða mátann. Ætla núna út að skokka í smá tíma og taka svo á sjálfum mér og þeim verkefnum sem ég hef sett mér í dag.

kveðja í bili og áfram Ísland.

Arnar Thor

Ummæli

Vinsælar færslur